Núverandi ábúendur í Káranesi eru Finnur og Stella, en jörðin er í eigu Káraness ehf, sem er félag í eigu bræðranna frá Káranesi og fjölskyldna þeirra. Þau tóku við búskapnum af foreldrum Finns, þeim Pétri og Mörtu, í júní 2005.
Pétur Lárusson hóf búskap með foreldrum sínum, þeim Lárusi og Kristínu, 1959, og tók svo við búinu 1961 með eiginkonu sinni, Mörtu Finnsdóttur. Pétur og Marta bjuggu í 44 ár.
Lárus og Kristín tóku við búinu 1931, af foreldrum Kristínar, þeim Jóni Halldórssyni og Ragnhildi Gottsveinsdóttur og bjuggu til 1961 eða í 30 ár.
Jón og Ragnhildur tóku Káranes á leigu 1890, en keyptu svo jörðina 1913. Búseta þeirra í Káranesi stóð því í 41 ár.
Sama ættin hefur því setið jörðina síðan 1890, eða í 130 ár (1890 – 2020).
Elstu heimildir sem ég hef fundið, um búsetu í Káranesi, eru frá 1397 (máldagi Meðalfellskirkju).
Káranes ehf hóf að byggja nýtt fjós í apríl 2004 og í október 2005 var byrjað að mjólka í nýja fjósinu, með Lely mjaltaþjóni. (fp)