laugardagur 6. mars 2021
Síðdegis í dag bar Víóla stórum og myndarlegum kvígukálfi. Þurftu þær mæðgur aðstoð við verkið, þar sem stærð kvígunar hafði truflandi áhrif á framvinduna. En allt gekk vel að lokum og þeim mæðgum heilsast vel. Kvígunni var gefið nafnið Fiðla og verður nr. 1106. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, þá hafði Fiðla óskipta athygli móður sinnar og á meðan að móðirin var mjólkuð, pössuðu Elín, Hanna og Hannes upp á að Fiðlu litlu liði vel.