mánudagur 21. ágúst 2023
Fyrir ári síðan birtum við mynd af "vindsköfnum skýjum" hér á síðunni. Hér kemur ein til viðbótar, tekin í gagnstæða átt, inn Laxárdalinn. Myndin í fyrra var "sólarlagsmynd", tekin til vesturs.
Á þessari mynd sjást hlíðar Meðalfellsins hægra megin og Reynivallahálsinn og Kjölurinn í baksýn.