fimmtudagur 29. febrúar 2024
Í dag kláruðum við verkefni sem byrjað var á 6. febrúar, en það fólst í því að skipta um lamir og hjólabúnað í innkeyrsluhurðunum inn á fóðurgangana í fjósinu. Það eru komin rúm 18 ár síðan þær voru settar upp og það sem við skiptum um var orðið mjög ryðgað, enda fjósloftið ætandi þegar málmar eiga í hlut.