sunnudagur 29. janúar 2023
Veðrið var stillt og fallegt í dag og síðdegis undirstrikaði náttúran "listfengi" sitt, þegar frostþoka fyllti miðjan Laxárdalinn. Stóðst ekki mátið og sendi drónann á loft til þess að fanga "stemminguna". Á myndunum má einnig sjá að Bugða hefur "sprengt" af sér klakaböndin og rennur nú lygn og tær til sjávar.