sunnudagur 4. febrúar 2024
Það var sannkallað vetrarríki í dag, alhvít jörð og frost. En sólin skein og létti lund og gaf von um betri tíð með blóm í haga. Í frostinu hélaði allt og fölnuð sinustráin sluppu ekki frekar en annað.