þriðjudagur 30. janúar 2024
Það hefur verið frekar rólegt yfir "síðuhöfundi" s.l. vikur....... - annríki á öðrum "vígstöðvum" og "fréttaleysi" helsta skýringin.
Deili með ykkur fallegum "vetrarmyndum" sem voru teknar í gær, en Vetur konungur, hefur lagt sinn "helkalda" hramm yfir allt sem á vegi hans verður. Þrátt fyrir "kuldann", þá ríkir fegurð og hreinleiki yfir "verkum" hans..... - sakleysi er jafnvel orð sem kemur upp í hugann.
En það fylgja ýmsir ókostir líka...... - það þarf að fjarlægja snjóinn þar sem hann er til trafala.......... - en það er atvinnuskapandi.......... - sem er kostur......??