fimmtudagur 1. apríl 2021
Stundum eru verkefnin valin fyrir mann og lítið hægt að gera til þess að komast hjá þeim. Eitt slíkt kom upp í hendurnar á okkur, þegar túrbínan í "stóra" valmetinum gaf sig. Þar sem ekki var hægt að fá varahluti í hana, var ekki annað að gera en kaupa nýja.
Af því að búið var að taka ofan af vélinni, notuðum við tækifærið og skiptum um ventlalokspakkningu (lokaloksþétti var þetta kallað í "bókunum í gamladaga") í leiðinni, en það var farið að smita með þeirri gömlu.
Traktorinn keypti félagið nýjan, í lok árs 1999, þannig að hann er orðinn rúmlega tvítugur og notkunin 11.440 vst. Það er kannski ágæt ending á túrbínunni, þrátt fyrir allt....?
Það er reyndar umhugsunarvert að ekki fáist varahlutir í svona stykki, en miðað við upplýsingar frá verkstæði, sem sérhæfir sig í viðgerðum á svona túrbínum, getur verðmunurinn á þeim varahlutum, sem hefði þurft í túrbínuna okkar og nýrri túrbínu, verið allt að 20 faldur......!!! Við varahlutakostnað bætist vinna, þannig að verðmunurinn getur verið rúmlega tvö - þrefaldur...... - munar um minna....?