laugardagur 24. apríl 2021
Kýrnar eru misjafnar eins og þær eru margar. Það sannaðist í kvöld, þegar Andromeda bar kvígukálfi. Andromeda er að öllu jöfnu hæglát og hlédræg kýr, sem lætur lítið fyrir sér fara.
En í kvöld breytti hún heldur betur um "stíl", þegar kom að því að verja afkvæmið. Gerði hún margar tilraunir til þess að ráðast á okkur og átti starfsfólk kvöldvaktarinnar fótum fjör að launa þegar atgangurinn var sem harðastur. Móðurástin lætur ekki að sér hæða.
Andromeda kom reyndar líka á óvart þegar hún var sædd, en þá "brjálaðist" hún og reyndi að jafna um frjótæknin þegar "athöfninni" var lokið. Þegar hún gekk upp, þá fékk hún að heimsækja nautið....!!