laugardagur 18. september 2021
Í morgun sóttum við kvígurnar og geldkýrnar sem hafa verið í "útlegð" upp á efri bökkum (Bugðubökkum) í sumar. Þær voru frelsinu fegnar og gekk vel að koma þeim heim í fjós. Þegar þangað kom, byrjuðu átök við þær sem fyrir voru, um "virðingarröðina", með pústrum og slettum um allt, en við létum okkur hverfa meðan "hamagangurinn" gekk yfir. Síðdegis var allt komið í ró og spekt.