fimmtudagur 18. nóvember 2021
Nú er ár liðið síðan við söguðum gat á gaflinn á fjárhúsinu til þess að gera vélgengar dyr inn í húsið. Þegar kemur að því að samræma tíma verktaka og iðnaðarmanna, er ekki alltaf í boði að vinna við kjöraðstæður. Þegar "sagarinn" komst í verkið, var 12 stiga frost (mesta frost vetrarins...!!) og aðstæður því ekki sem bestar. En það hafðist þó fyrir rest.