miðvikudagur 22. desember 2021
Í gær og í dag mokaði ég upp úr affalsskurðinum sem er framhald af markaskurðinum og liggur norður í Laxá. Það var komið mjög mikið af gróðri í hann, sem hindraði rennsli í honum og því löngu tímabært að hreinsa upp úr honum. Jón Steinar var svo almennilegur að leigja mér gröfuna sína til verksins.