miðvikudagur 30. júní 2021
Í kvöld bar Stjarna tvíkelfingum, tveimur kvígum, en þetta var fyrsti burðurinn hennar. Kálfarnir komu 10 dögum fyrir tímann og eru þær fremur smáar. Allt gekk samt vel. Þetta eru þriðju tvíkelfingarnir sem fæðast hjá okkur síðan 26. mars s.l.
Og nú rifjum við upp barnaskólalærdóminn í stjörnufræðinni. Afi tvíkelfinganna er Úranus og eins allir vita fylgja 27 tungl Úranusi og heita þau hinum ýmsu nöfnum, en tvö þeirra eru Ariel og Miranda og það eru nöfnin sem nýfæddu kvígurnar okkar fengu.