miðvikudagur 13. október 2021
Maður fer nú að verða vondaufur um að undirburðurinn náist fyrir veturinn. Þegar þessi mynd var tekin fyrir nokkrum dögum voru garðarnir umflotnir vatni. En maður veit aldrei þegar náttúran er annars vegar. Kannski gerir langvarandi góðviðriskafla með þurrki og hægviðri, sem verður til þess að hægt verður að rúlla þessum verðmætum.