laugardagur 3. september 2022
Í morgun bar Stjarna tvíkelfingum, tveimur nautum. Þetta var annar burður Stjörnu, en fyrir ári síðan, bar hún í fyrsta skipti og þá kom hún með tvær kvígur. Þar sem Stjarna er nautsmóðir, er hugsanlegt að kálfarnir hennar, annar eða báðir, fari á Nautastöðina. Það kemur væntalega í ljós í næstu viku. Þeim bræðrum voru gefin nöfnin Triton, sem er nafn á einu af 14 tunglum Neptúnusar og Oberon er næst stærsta tungl Úranusar.
Þá má geta þess, að Stjarna er alsystir Títans, sem er í notkun sem reynt naut og nautsfaðir.