föstudagur 26. mars 2021
Á miðvikudaginn bar Urður tvíkelfingum, kvígu og nauti, sem fengu nöfnin Gæfa og Tinni.
Burðurinn gekk vel, en Gæfa litla hefur verið slöpp og enn getur brugðið til beggja vona..... - en að sjálsögðu vonum við það besta og gerum það sem við getum til þess að hjálpa henni yfir þenna hjalla.
Til fróðleiks má geta þess að ef tvíkelfingar eru af sitthvoru kyni eru miklar líkur á því að kvígan verði ófrjó, en við höldum í vonina....!