fimmtudagur 30. september 2021
Það má segja að í dag hafi allt farið í tóma steypu. Við steyptum nýtt gólf í fjárhúsin, en það gekk ekki þrautalaust. Byrjaði á því að dælubíllinn tafðist í fyrra verki og mætti mun seinna en ráðgert hafði verið. Við uppstillingu á dælunni vildi svo óheppilega til að hún skemmdist, sem varð til þess að verkið gekk mun hægar en annars hefði orðið. En allt hafðist þetta og við kláruðum að leggja niður steypuna og allir komust til síns heima.