mánudagur 30. maí 2022
Þeir gera sig heimakomna, tjaldarnir. Tvö tjaldapör eru með hreiður rétt við fjósið. Það er alkunna að tjaldurinn sækir í "umferð" þegar hann gerir hreiður. Það eru jú minni líkur á truflun frá náttúrlegum óvinum ef það er erill á svæðinu. Þeir verpa reyndar líka í túnunum og sumstaðar eru ungar skriðnir úr eggjunum.