föstudagur 18. nóvember 2022
Í morgun lagðist skipið að bryggju í Dunedin, sem er bær, sunnarlega á austurströnd suður eyju Nýja Sjálands. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er mikið af timbri á bryggjunni. Að sögn heimamanna, er verið að safna í skip, sem flytur timbrið til Kína, þar sem unnið er úr því. Hluti af því kemur svo til baka sem unnin vara.