fimmtudagur 17. júní 2021
Þjóðhátiðardagurinn, dagur frelsis og vonar, því má aldrei gleyma. Höldum á lofti verkum forfeðra vorra og minnumst baráttu þeirra fyrir frelsinu, frelsi sem við teljum svo sjálfsagt í dag, frelsi sem má aldrei taka sem sjálfsögðum hlut. Höldum í vonina og lítum björtum augum til framtíðar. Stöndum vörð um gildi íslensks samfélags, stöndum vörð um frelsið, stöndum vörð um vonina.