laugardagur 22. júlí 2023
Það hefur lítið sem ekkert rignt hjá okkur 3-4 vikur og er það farið að hafa áhrif á gróður. Þar sem stutt er á klöpp og möl er gróðurinn farin að brenna. Í gær byrjuðum við að vökva á Síkjaflöt, þar sem það var orðið ljóst að veðurspáinn gengi ekki eftir, en síðustu daga hafa veðurfræðingar og "veðurtölvur" spáð rigningu........ - sem ekki hefur komið....!
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, er talsvert umstang að færa vökvunarbúnaðinn og stilla tækjunum upp og gera klár í vökvun. Í dag byrjuðum við að vökva á Grafavelli, en stutt er á möl í nyrsta hluta túnsins.