fimmtudagur 10. október 2024
Í gær og í dag voru heyvinnuvélarnar þrifnar, smurðar og yfir farnar. Að því loknu er þeim komið fyrir í vetrargeymslunni. Á með fylgjandi mynd er framsláttuvélin komin á "þvottaplanið" og búið að taka slitplöturnar undan henni, en það safnast óhreinindi ofan á þær og ekki hægt að ná því nema losa plöturnar af. Næsta vor, ættu því allar vélarnar að vera tilbúnar í "átök" sumarsins.