föstudagur 10. maí 2024
Nú fara vorverkin að "taka öll völd". Endurræktun og endurbætur á ræktuninni er eitt af "stóru" verkefnunum, þar sem við m.a. erum að tengja saman Grafavöll og Nesið en hluti af því verkefni er að færa heimtaugin fyrir sumarhúsið í Stórhólnum. Fyrst fengum við starfsmenn Rarik til þess að "sóna" strenginn og merkja legu hans. Næsta verk var að "moka" hann upp. Í framhaldi af því grafa nýjan skurð fyrir hann og koma honum fyrir þar. Að síðustu var mokað yfir, en samhliða því lögðum við aðvörunarborða með í skurðinn.