sunnudagur 27. júní 2021
Tókum saman í dag, allt sem við áttum flatt. Allt gekk vel og fyrir kvöldmat voru allar rúllurnar komnar í stæðu á rúlluplaninu. Þetta eru fyrstu rúllurnar þetta sumarið, en grasþroski er mun seinni á ferðinni núna en áður hefur verið. Sennilega eru enn u.þ.b. 5 - 8 dagar í skrið. Sprettan á þessum þremur stykkjum sem við tókum í dag, var ekkert sérstök, enda eins og áður sagði, enn nokkuð í skrið.