laugardagur 4. júní 2022
Í dag var einstaklega kyrrt og fallegt veður. Meðfylgjandi myndir ættu að fanga stemminguna.
Að vísu var einhver ókyrrð í álftunum, en þær hafa nú bara gott af því að hreyfa sig af og til.
Myndirnar voru teknar við Álabakkana í dag, þegar við fórum að bera tilbúnaáburðinn á Óskiptarimann og Markalautina.