sunnudagur 29. ágúst 2021
Síðdegis í dag, sló ég tilraunareitinn okkar norðan við Stórhólinn. Fyrir nokkrum árum sáðum við strandreyr í melinn norður af Stórhólnum, til þess að framleiða undirburð í stíur í fjósinu.
Strandreyr er stundum kallaður fílagras, þar sem hann verður mjög hávaxinn. Puntstráin hafa náð tæplega tveggja metra hæð hjá okkur.