Stór dagur
miðvikudagur 7. júlí 2021
Í gær var stærsti dagurinn hjá okkur í heyskapnum, þegar við rúlluðum 256 rúllum og keyrðum heim í stæðu. Byrjuðum að rúlla um 10 og síðasta rúllan var sett í stæðuna 22:40. Þetta magn kom af u.þ.b. 14 hekturum. Meðfylgjandi myndir eru úr heyskapnum í sumar.