sunnudagur 8. október 2023
Sá fáheyrði atburður átti sér stað á miðnætti s.l., að Stjarna bar tvíkelfingum í þriðja skipti. Við fyrsta burð, bar hún tveimur kvígum, þeim Ariel og Miröndu. Fyrir ári síðan, bar hún tveimur nautkálfum, þeim Oberon og Triton, sem er í uppeldi á Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði, sem væntanlegt framtíðar kynbótanaut.
Sá skuggi fylgdi þó burðinum í nótt, að báðar kvígurnar fæddust dauðar (voru dauðar áður en burðarferlið hófst). Þurftum við aðstoð Tinnu (Antoníu Hermannsdóttur) dýralæknis til þess að hjálpa okkur, þar sem okkar "ráð" dugðu ekki til þess að ná kálfunum út. En þrátt fyrir þessa erfiðleika, var Stjarna hin hressasta í morgun og var ekki að sjá að hún hefði lent í þessari erfiðu "lífsreynslu" í nótt.