miðvikudagur 18. janúar 2023
Nú er sólin farin að hækka á lofti og geislar hennar ljóma yfir Meðalfellið og Esjuna. Aðeins tveir dagar í að hún sjáist hjá okkur. Meðfylgjandi myndir, af neðri hluta Bugðu og ármótum Bugðu og Laxár, eru teknar í framhaldi af umræðu s.l. daga um flóðahættu vegna væntanlegrar hláku.
Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvað náttúran býður okkur upp á næstu daga og hvort veðurspár ganga eftir, en þær eru enn að taka breytingum og nýjasta spáin gerir ráð fyrir minni úrkomu og lægri hita, en fyrri spár höfðu gert.