föstudagur 26. apríl 2024
Í morgun mætti Högni með klaufskurðarbásinn til þess að gera kýrnar fínar. Að þessu sinni snyrti hann 272 klaufir. Nokkuð er síðan þetta var gert síðast og orðin þörf á aðgerðinni. Blessaðar kýrnar tóku þessum "trakteringum" misvel, en vonandi líður þeim mun betur á eftir.