fimmtudagur 10. október 2024
Í nótt féll fyrsti snjór haustsins á láglendi, en það hefur gránað í fjöll fyrr í haust. Þegar maður sá laufið liggja á snjónum, rifjuðust upp línur úr ljóði Sigríðar Þorgeirsdóttur, Hljóðnar nú haustblær: "Fjúka um foldu fölnandi blóm, hlýða á haustsins helkaldan dóm".