sunnudagur 11. júní 2023
Í dag hleyptum við kúnum í bithagann, í fyrsta skipti á þessu ári. Að vonum urðu þær káttar og tóku sprettinn, til þess að missa nú ekki af neinu. Þó var ein sem lét þessi læti ekki hafa áhrif á sig og ákvað að taka ekki þátt í þessum "fíflagangi", heldur lá hin rólegasta á básnum sínum.