laugardagur 24. júlí 2021
Áfram höldum við, að segja frá verslunarferðinni á Selfoss. Við misstum okkur aðeins þegar við komum í dótabúðina og keyptum sláttuvél framan á traktorinn. Ekki hægt að láta sjá sig slá bara með einni á svona fínum traktor....!
Fyrir valinu varð Massey Ferguson vél, hönnuð af fyrirtæki í Bandaríkjunum, sem heitir Heston, en framleidd í verksmiðjum Fella í Þýskalandi. Með þessari vél, tvöföldum við vinnslubreiddina, en nýja vélin er 3,6 m eins og vélin sem við erum með aftan á, en hún er frá Lely. Samtals vinnslubreidd er því orðin 7,2 m, en eftir skörun u.þ.b. 6,9 m.
Og nú bíðum við bara eftir að háin vaxi, þannig að við getum byrjað að slá.....!!!!
Á meðfylgjandi mynd má sjá að Agco er yfir og allt um lykjandi hjá okkur, en það fyrirtæki á Massey Ferguson, Valtra, Fent, Fella og heyvinnuvéla hluta Lely, sem eru reyndar ekki lengur framleiddar undir merkjum Lely. Vafalaust er ég að gleyma einhverju í þessari upptalningu.................