mánudagur 9. ágúst 2021
Í dag byrjuðum við að slá há. Notuðum til þess nýja traktorinn nýju framsláttuvélina og "gömlu" lely sláttuvélina okkar. Nokkuð "vígalegt", svona fyrir þá sem ekki hafa séð svona "ýktar" græjur áður. En eftir nokkrar vangaveltur og stillingar, þá gekk þetta vel og kláruðum við að slá Matseljuna og Fitina í þessar i lotu.