sunnudagur 14. mars 2021
Í dag var vor í lofti, norðan áttin gengin niður og heldur hlýnað. Þá er tilvalið að fara í "skógarferð". Klipptum græðlinga af öspum í dag og settum í kæli. Tókum á annað hundrað stykki. Ætti að geta orðið myndarlegur lundur ef allt lifir. Tré sem við gróðursettum á fyrstu árum búskapar okkar í Káranesi, eru orðin ansi myndarleg og farin að veita umtalsvert skjól, sem er tilgangurinn með þessu "brölti".