miðvikudagur 14. apríl 2021
Það er vor í lofti og full ástæða til þess að fara að huga að "vorverkunum". Í vetur gerðum við upp haughræruna úr mykjupokanum, þurftum að endurnýja allt í gírnum, legur, tannhjól, ásþétti, pakkningar og pakkdósir. Í dag festum við henni á grind sem við smíðuðum til þess að geta sett hana niður í pokann og byrjað að hræra, en það líður óðum að því að hægt verði að byrja að "keyra á völl".