þriðjudagur 26. október 2021
Listhneigð og listrænni fullkomnun náttúrunnar eru engin takmörk sett. Á meðfylgjandi mynd, sem tekin var í síðustu viku, yfir Flúðum, má sjá hvernig sólin varpar geislum sínum á skýin, eftir að hún hvarf bak við vestur fjöllin. Haustkyrrðin eykur svo enn á áhrifin. Auðvelt að gleyma sér í "núvitundinni" í svona umhverfi....!!