fimmtudagur 3. nóvember 2022
Í kvöld sigldum við frá Sydney, áleiðis norður með austurströnd Ástralíu. Brottför seinkaði um rúma tvo tíma vegna seinkunar á komu skipsins til Sydney, frá New Zealand, en slæmt veður tafði skipið um 4 klst. Með góðu skipulagi og "hröðum höndum" tókst þeim að vinna töfina upp að hluta.