mánudagur 9. október 2023
Í dag fegnum við Sigga dúkara í heimsókn til þess að leggja í stéttina við robba, en nú stendur til að setja upp nýjan róbót og verður hann staðsettur á stéttinni við hliðina á þeim gamla, en hann verður fjarlægður fyrst. Efnið sem Siggi notar er mun "mýkra" að standa á en steypan og svo stamt yfirborð að kýrnar eru nánast "límdar" við það.
Þegar nýi róbótinn verður komin í gang, er meiningin að setja svona efni þar sem sá gamli stendur núna. Þetta efni er einnig mun "þolnara" fyrir sýrum, þannig að það er minni hætta á því að yfirborðið skemmist þar sem mjólkin sullast niður.
Hér til hliðar má sjá nokkrar "fyrir" og "eftir" myndir (ekki fyrirmyndir og alls ekki eftirmyndir.....!!!!).