laugardagur 19. nóvember 2022
Í morgun komum við til Christchurch NZ. Um höfnina þar, fer hluti af útflutningi Nýsjálenskra sauðfjárbænda, þ.e. ull og lambakjöt. Einnig er skipað út umtalsverðu magni af timbri.
Í dag heimsóttum við Manderley Family Farm, þar sem Ross og Mary tóku á móti okkur, en þau hafa búið þar með sauðfé síðan 1974. Þar fengum við m.a. að fylgjast með rúningi og smölun með fjárhundum. Jörðin þeirra er um 750 ha og halda þau um þúsund fjár og nokkra nautgripi til kjötframleiðslu.