mánudagur 7. nóvember 2022
Í dag heimsóttum við Port Douglas, sem er 4500 manna bær norðarlega á austur strönd Ástralíu. Upphaflega byggðist bærinn upp vegna kolavinnslu á svæðinu, en í dag er þjónusta við ferðamenn stór hluti af atvinnulífinu. Fórum í skoðunarferð á mótorhjóli, m.a. um sveitina sem umlykur þéttbýlið. Þessa dagana eru bændurnir önnum kafnir við þreskingu á sykurreyr.