föstudagur 23. apríl 2021
Á meðfylgjandi myndum má sjá gamlan vendiplóg af Dowdeswell gerð, sem við áttum í nokkur ár. Mér þykir líklegt að þetta sé fyrsti vendiplógurinn sem keyptur er í Kjósina.
Plóginn keyptum við af Árna bónda á Akri við Hvolsvöll, en upphaflega var hann fluttur inn notaður frá Danmörku. Plógnum fylgdi herfi sem dregið var af plógnum og jafnaði plógstrengina jafnóðum og plægt var.
Dowdeswell verksmiðjurnar eru í Stockton, Rugby á Englandi og voru mjög framarlega í framleiðslu á tækjum til jarðræktar, en 2015 hættu þær að framleiða plóga.
Plóginn notuðum við í nokkur ár, en erum búin að endurnýja hann með nýjum Kverneland fjórskera vendiplóg, sem er í sameign okkar og Snorra í Sogni.
Gamli plógurinn er nú notaður á frjósömum sléttum suðurlandsundirlendisins.