laugardagur 30. október 2021
Í morgun mætti Högni á Ósi með klaufskurðarbásinn til þess að snyrta klaufirnar á kúnum okkar. Þegar upp var staðið, þá hafði hann snyrt 276 klaufir og tók það u.þ.b. 5 tíma. Það væri öfugmæli að kalla þetta dekur dag, þar sem þær eru ekki mjög sáttar við meðferðina blessaðar. En vonandi líður þeim betur þegar frá líður.