þriðjudagur 14. febrúar 2023
Síðustu dagar hafa verið illviðrasamir. Gengið á með suðlægum áttum með hvassviðri og úrkomu. Við höfum sloppið vel, eina foktjónið sem varð hjá okkur, var þegar vindhraðamælirinn á fjósinu fauk.
Aðrir hafa ekki verið svo heppnir, því víða um land hefur orðið tjón af völdum veðurs, bæði foktjón og tjón vegna flóða.
Meðfylgjandi mynd var tekin 15. mars 2015, eftir illviðri sem þá gekk yfir, en þá lét náttúran sér ekki muna um að svifta heyhleðsluvagninum á hliðina.