miðvikudagur 6. desember 2023
Í gær komu starfsmenn Landstólpa með nýjan mjaltaþjón og kjarnfóðurbás til okkar. Dagurinn í gær og í dag fóru í að leggja nýjar lagnir og tengja það sem hægt er að tengja áður en nýji þjónninn verður settur upp. Það er mjög mikilvægt að sem mest af lögnum að og frá verði tilbúnar áður en verður skipt, þar sem það er keppikefli að tíminn sem ekki verður mjólkað verði eins stuttur og mögulegt er. Meira af þessu síðar................