mánudagur 6. maí 2024
Í morgun héldum við í kaupstað til þess að sækja nýjan liðlétting. Hann er frá Avant í Finnlandi og gerðin er 640i, sem er sambærileg stærð og sá gamli, en er með öflugra vökvakerfi, fjöðrun á bómu og meiri ökuhraða. Einnig keyptum við nýja greip á hann, þar sem sú gamla var að "syngja" sitt síðasta.