föstudagur 23. júní 2023
Yfir sumarið bjóðum við kúnum af og til upp á svo kallaða "núllbeit". Já, það er von að þú hváir..... - núllbeit er það kallað, þegar slegið er í kýrnar og þeim fært "grasið" inn á fóðurgang.
Það var frekar "subbulegt" í dag, þar sem gáttir himins opnuðust eftir hádegið, en það hafðist samt að koma þremur rúllum heim í fjós.