laugardagur 16. október 2021
Það er í mörg horn að líta í búskapnum. Að undanförnu hefur nautahjörð frá nágrannabæ sótt stíft yfir Laxá og í túnin sunnan ár. Hef þurft að fara 4 - 6 ferðir á dag til þess að reka þau til baka í heimahagana.
Í Ástralíu notast menn við þyrlur til þess að smala nautgripahjörðum, en við látum okkur duga dróna. Hægt er að nota drónann á góðviðrisdögum, en það er mjög áhrifaríkt tæki til kúareksturs. Ef veðurskilyrði eru óhagstæð drónanum er gripið til fjórhjólsins, einnig þegar þarf að fara í myrkri, en það er útilokað að reka svört naut, með dróna, í myrkri.....!!!