miðvikudagur 9. ágúst 2023
Náttúrulist - er það orð......?? -
Undanfarna daga, hefur ungur listamaður verið í heimsókn hjá okkur. Eitt af því sem hann tók sér fyrir hendur, var að "myndskreyta" trjástofn, milli þess sem hann naut kyrrðarinnar og alls þess sem náttúran býður upp á. Á meðfylgjandi myndum má sjá listaverkið og að sjálfsögðu fylgdist kötturinn með og tók strax ástfóstri við vin sinn, Mikka mús......!!!!