miðvikudagur 28. júlí 2021
Ég held að það sé óhætt að fullyrða að það gerist ekki oft að tveir mjólkurbílar séu samtímis á sama fjóshlaðinu og hvað þá heldur með vagna aftan í. Myndirnar sýna þann fátíða atburð á fjóshlaðinu í Káranesi.
Það er þó ekki vegna þess að það sé svo mikil mjólk á bænum, að það þurfti að senda tvo bíla eftir henni, enda kemur þriðji bíllinn til þess að sækja mjólkina til okkar.
Í sumar hefur verið mjög erfitt að manna mjólkurbílana hjá MS og hefur Daníel verið í sumarafleysingum síðan í endaðan maí og þessa viku og næstu mun Finnur leysa af líka. Það er ástæðan fyrir staðsetningu mjólkurbílana á fjóshlaðinu í Káranesi.